Home |  | Audio |  | Index |  | Verses

Nehemiah Nehemíabók

Chapter: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13

1 Á hinum innsigluðu skjölum stóðu: Nehemía landstjóri Hakalíason og Sedekía,
2 Seraja, Asarja, Jeremía,
3 Pashúr, Amarja, Malkía,
4 Hattús, Sebanja, Mallúk,
5 Harím, Meremót, Óbadía,
6 Daníel, Ginnetón, Barúk,
7 Mesúllam, Abía, Míjamín,
8 Maasja, Bilgaí, Semaja, - þetta voru prestarnir.
9 Levítarnir: Jesúa Asanjason, Binnúí, einn af niðjum Henadads, Kadmíel,
10 og bræður þeirra: Sebanja, Hódía, Kelíta, Pelaja, Hanan,
11 Míka, Rehób, Hasabja,
12 Sakkúr, Serebja, Sebanja,
13 Hódía, Baní, Benínú.
14 Höfðingjar lýðsins: Parós, Pahat Móab, Elam, Sattú, Baní,
15 Búní, Asgad, Bebaí,
16 Adónía, Bigvaí, Adín,
17 Ater, Hiskía, Assúr,
18 Hódía, Hasúm, Besaí,
19 Haríf, Anatót, Nóbaí,
20 Magpías, Mesúllam, Hesír,
21 Mesesabeel, Sadók, Jaddúa,
22 Pelatja, Hanan, Anaja,
23 Hósea, Hananja, Hassúb,
24 Hallóhes, Pílha, Sóbek,
25 Rehúm, Hasabna, Maaseja,
26 Ahía, Hanan, Anan,
27 Mallúk, Harím og Baana.
28 Og hinir af lýðnum - prestarnir, levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir, musterisþjónarnir og allir þeir, sem skilið höfðu sig frá hinum heiðnu íbúum landsins og gengist undir lögmál Guðs, konur þeirra, synir og dætur, allir þeir er komnir voru til vits og ára,
29 - gengu í flokk með bræðrum sínum, göfugmennum þeirra, og bundu það eiðum og svardögum, að þeir skyldu breyta eftir lögmáli Guðs, því er gefið var fyrir Móse, þjón Guðs, og varðveita og halda öll boðorð Drottins, herra vors, og skipanir hans og lög:
30 Að vér skyldum ekki gifta dætur vorar hinum heiðnu íbúum landsins, né heldur taka dætur þeirra sonum vorum til handa.
31 Enn fremur, að þegar hinir heiðnu íbúar landsins kæmu með torgvörur og alls konar korn á hvíldardegi til sölu, þá skyldum vér eigi kaupa það af þeim á hvíldardegi eða öðrum helgum degi. Og að vér skyldum láta landið hvílast sjöunda árið og gefa upp öll veðlán.
32 Enn fremur lögðum vér á oss þá föstu kvöð að gefa þriðjung sikils á ári til þjónustunnar í musteri Guðs vors,
33 til raðsettu brauðanna, hinnar stöðugu matfórnar og hinnar stöðugu brennifórnar, til fórnanna á hvíldardögum og tunglkomudögum, til hátíðafórnanna, þakkarfórnanna og syndafórnanna, til þess að friðþægja fyrir Ísrael, og til allra starfa í musteri Guðs vors.
34 Og vér, prestarnir, levítarnir og lýðurinn vörpuðum hlutum um viðargjöfina, um að færa viðinn í musteri Guðs vors eftir ættum vorum á tilteknum tíma á ári hverju til þess að brenna honum á altari Drottins Guðs vors, eins og fyrir er mælt í lögmálinu.
35 Vér skuldbundum oss og til að færa frumgróða akurlands vors og frumgróða allra aldina af hvers konar trjám á ári hverju í musteri Drottins,
36 og sömuleiðis frumburði sona vorra og fénaðar, eins og fyrir er mælt í lögmálinu, og að færa frumburði nauta vorra og sauðfjár í musteri Guðs vors, til prestanna, er gegna þjónustu í musteri Guðs vors.
37 Frumgróðann af deigi voru og fórnargjöfum vorum og aldinum allra trjáa, aldinlegi og olíu viljum vér og færa prestunum inn í herbergi musteris Guðs vors og levítunum tíund af akurlandi voru, því að þeir, levítarnir, heimta saman tíundina í öllum akuryrkjuborgum vorum.
38 Og prestur, Aronsniðji, skal vera hjá levítunum, þá er þeir heimta saman tíundina, og levítarnir skulu færa tíund tíundarinnar upp í musteri Guðs vors, inn í herbergi féhirslunnar.
39 Því að í þessi herbergi skulu Ísraelsmenn og levítarnir færa fórnargjöf korns og aldinlagar og olífuolíu, þar eð hin helgu ker, prestarnir, er þjónustu gegna, hliðverðirnir og söngvararnir eru þar. Og eigi viljum vér yfirgefa musteri Guðs vors.

Top |  | Next Chapter  |  | Index |  | Home
Full online version here [with search engine, multilingual display and audio Bible]