Home |  | Audio |  | Index |  | Verses

Psalms Sálmarnir

Chapter: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150

1 Til söngstjórans. Davíðssálmur. (20:2) Drottinn bænheyri þig á degi neyðarinnar, nafn Jakobs Guðs bjargi þér.
2 (20:3) Hann sendi þér hjálp frá helgidóminum, styðji þig frá Síon.
3 (20:4) Hann minnist allra fórnargjafa þinna og taki brennifórn þína gilda. [Sela]
4 (20:5) Hann veiti þér það er hjarta þitt þráir, og veiti framgang öllum áformum þínum.
5 (20:6) Ó að vér mættum fagna yfir sigri þínum og veifa fánanum í nafni Guðs vors. Drottinn uppfylli allar óskir þínar.
6 (20:7) Nú veit ég, að Drottinn veitir hjálp sínum smurða, svarar honum frá sínum helga himni, í máttarverkum kemur fulltingi hægri handar hans fram.
7 (20:8) Hinir stæra sig af vögnum sínum og stríðshestum, en vér af nafni Drottins, Guðs vors.
8 (20:9) Þeir fá knésig og falla, en vér rísum og stöndum uppréttir.
9 (20:10) Drottinn! Hjálpa konunginum og bænheyr oss, er vér hrópum.

Top |  | Next Chapter  |  | Index |  | Home
Full online version here [with search engine, multilingual display and audio Bible]