Psalms Sálmarnir
1 Musterisvígsluljóð. Davíðssálmur. (30:2) Ég tigna þig, Drottinn, því að þú hefir bjargað mér og eigi látið óvini mína hlakka yfir mér.
2 (30:3) Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig.
3 (30:4) Drottinn, þú heimtir sál mína úr Helju, lést mig halda lífi, er aðrir gengu til grafar.
4 (30:5) Syngið Drottni lof, þér hans trúuðu, vegsamið hans heilaga nafn.
5 (30:6) Andartak stendur reiði hans, en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.
6 (30:7) En ég uggði eigi að mér og hugsaði: "Aldrei skriðnar mér fótur."
7 (30:8) Drottinn, af náð þinni hafðir þú gjört bjarg mitt stöðugt, en nú huldir þú auglit þitt og ég skelfdist.
8 (30:9) Til þín, Drottinn, kallaði ég, og Drottin grátbændi ég:
9 (30:10) "Hver ávinningur er í dauða mínum, í því að ég gangi til grafar? Getur duftið lofað þig, kunngjört trúfesti þína?
10 (30:11) Heyr, Drottinn, og líkna mér, ó Drottinn, ver þú hjálpari minn!"
11 (30:12) Þú breyttir grát mínum í gleðidans, leystir af mér hærusekkinn og gyrtir mig fögnuði,
12 (30:13) að sál mín megi lofsyngja þér og eigi þagna. Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.