Home |  | Audio |  | Index |  | Verses

Psalms Sálmarnir

Chapter: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150

1 Sálmur eftir Davíð, þá er hann var í Júda-eyðimörk. (63:2) Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi.
2 (63:3) Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum til þess að sjá veldi þitt og dýrð,
3 (63:4) því að miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig.
4 (63:5) Þannig skal ég lofa þig meðan lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni.
5 (63:6) Sál mín mettast sem af merg og feiti, og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn,
6 (63:7) þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum.
7 (63:8) Því að þú ert mér fulltingi, í skugga vængja þinna fagna ég.
8 (63:9) Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig.
9 (63:10) Þeir sem sitja um líf mitt sjálfum sér til glötunar, munu hverfa í djúp jarðar.
10 (63:11) Þeir munu verða ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölunum að bráð.
11 (63:12) Konungurinn skal gleðjast yfir Guði, hver sá er sver við hann, skal sigri hrósa, af því að munni lygaranna hefir verið lokað.

Top |  | Next Chapter  |  | Index |  | Home
Full online version here [with search engine, multilingual display and audio Bible]