Psalms Sálmarnir
1 Til söngstjórans. Kóraítamaskíl. (44:2) Guð, með eyrum vorum höfum vér heyrt, feður vorir hafa sagt oss frá dáð þeirri, er þú drýgðir á dögum þeirra, frá því, er þú gjörðir forðum daga.
2 (44:3) Þú stökktir burt þjóðum, en gróðursettir þá, þú lékst lýði harðlega, en útbreiddir þá.
3 (44:4) Eigi unnu þeir landið með sverðum sínum, og eigi hjálpaði armleggur þeirra þeim, heldur hægri hönd þín og armleggur þinn og ljós auglitis þíns, því að þú hafðir þóknun á þeim.
4 (44:5) Þú einn ert konungur minn, ó Guð, bjóð út hjálp Jakobsætt til handa.
5 (44:6) Fyrir þína hjálp rekum vér fjandmenn vora undir, og fyrir þitt nafn troðum vér mótstöðumenn vora fótum.
6 (44:7) Ég treysti eigi boga mínum, og sverð mitt veitir mér eigi sigur,
7 (44:8) heldur veitir þú oss sigur yfir fjandmönnum vorum og lætur hatursmenn vora verða til skammar.
8 (44:9) Af Guði hrósum vér oss ætíð og lofum nafn þitt að eilífu. [Sela]
9 (44:10) Og þó hefir þú útskúfað oss og látið oss verða til skammar og fer eigi út með hersveitum vorum.
10 (44:11) Þú lætur oss hörfa undan fjandmönnum, og hatursmenn vorir taka herfang.
11 (44:12) Þú selur oss fram sem fénað til slátrunar og tvístrar oss meðal þjóðanna.
12 (44:13) Þú selur lýð þinn fyrir gjafverð, tekur ekkert verð fyrir hann.
13 (44:14) Þú lætur oss verða til háðungar nágrönnum vorum, til spotts og athlægis þeim er búa umhverfis oss.
14 (44:15) Þú gjörir oss að orðskvið meðal lýðanna, lætur þjóðirnar hrista höfuðið yfir oss.
15 (44:16) Stöðuglega stendur smán mín mér fyrir sjónum, og skömm hylur auglit mitt,
16 (44:17) af því ég verð að heyra spott og lastmæli og horfa á óvininn og hinn hefnigjarna.
17 (44:18) Allt þetta hefir mætt oss, og þó höfum vér eigi gleymt þér og eigi rofið sáttmála þinn.
18 (44:19) Hjarta vort hefir eigi horfið frá þér né skref vor beygt út af vegi þínum,
19 (44:20) en samt hefir þú kramið oss sundur á stað sjakalanna og hulið oss niðdimmu.
20 (44:21) Ef vér hefðum gleymt nafni Guðs vors og fórnað höndum til útlendra guða,
21 (44:22) mundi Guð eigi verða þess áskynja, hann sem þekkir leyndarmál hjartans?
22 (44:23) En þín vegna erum vér stöðugt drepnir, erum metnir sem sláturfé.
23 (44:24) Vakna! Hví sefur þú, Drottinn? Vakna, útskúfa oss eigi um aldur!
24 (44:25) Hví hylur þú auglit þitt, gleymir eymd vorri og kúgun?
25 (44:26) Sál vor er beygð í duftið, líkami vor loðir við jörðina.
26 (44:27) Rís upp, veit oss lið og frelsa oss sakir miskunnar þinnar.