Home |  | Audio |  | Index |  | Verses

Psalms Sálmarnir

Chapter: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150

1 Til söngstjórans. Kóraítasálmur. (47:2) Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi.
2 (47:3) Því að Drottinn, Hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir gjörvallri jörðinni.
3 (47:4) Hann leggur undir oss lýði og þjóðir fyrir fætur vora.
4 (47:5) Hann útvaldi handa oss óðal vort, fremdarhnoss Jakobs, sem hann elskar. [Sela]
5 (47:6) Guð er upp stiginn með fagnaðarópi, með lúðurhljómi er Drottinn upp stiginn.
6 (47:7) Syngið Guði, syngið, syngið konungi vorum, syngið!
7 (47:8) Því að Guð er konungur yfir gjörvallri jörðinni, syngið Guði lofsöng!
8 (47:9) Guð er orðinn konungur yfir þjóðunum, Guð er setstur í sitt heilaga hásæti.
9 (47:10) Göfugmenni þjóðanna safnast saman ásamt lýð Abrahams Guðs. Því að Guðs eru skildir jarðarinnar, hann er mjög hátt upphafinn.

Top |  | Next Chapter  |  | Index |  | Home
Full online version here [with search engine, multilingual display and audio Bible]