Home |  | Audio |  | Index |  | Verses

Psalms Sálmarnir

Chapter: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150

1 Sálmur Davíðs, þá er hann flýði fyrir Absalon syni sínum. (3:2) Drottinn, hversu margir eru mótstöðumenn mínir, margir eru þeir er rísa upp í móti mér.
2 (3:3) Margir segja um mig: "Hann fær enga hjálp hjá Guði!" [Sela]
3 (3:4) En þú, Drottinn, ert hlífiskjöldur minn, þú ert sæmd mín og lætur mig bera höfuð mitt hátt.
4 (3:5) Þá er ég hrópa til Drottins, svarar hann mér frá fjallinu sínu helga. [Sela]
5 (3:6) Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.
6 (3:7) Ég óttast eigi hinn óteljandi manngrúa, er fylkir sér gegn mér á allar hliðar.
7 (3:8) Rís þú upp, Drottinn, hjálpa mér, Guð minn, því að þú hefir lostið fjandmenn mína kinnhest, brotið tennur illvirkjanna.
8 (3:9) Hjá Drottni er hjálpin, blessun þín komi yfir lýð þinn! [Sela]

Top |  | Next Chapter  |  | Index |  | Home
Full online version here [with search engine, multilingual display and audio Bible]